Upplýsingar um ABC barnahjálp

 

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.

ABC barnahjálp er með aðsetur, lög og varnarþing að Víkurhvarfi 2, 203 Kópavogi.  

Síminn hjá okkur er 414-0990.

Kennitala ABC barnahjálpar er 6906881589

Stuðningur

 

Það er einfalt og þægilegt að styðja starf okkar með því að styðja ákveðið barn eða verkefni með mánaðarlegum framlögum eða stökum gjöfum. Einnig er hægt að kaupa vörur til styrktar starfinu eins og gjafabréf, minningargjafir, jólakort eða annað tilfallandi.  Skráður stuðningur er settur í körfu og upplýsingar um greiðanda fylltar út. Í framhaldinu er send staðfesting í tölvupósti frá okkur um pöntun og afgreiðslu ef við á.

 

Í hverjum mánuði millifærir ABC þá fjármuni sem hafa safnast til viðeigandi skóla eða starfsemi.

 

Greiðsla

 

Hægt er að greiða með kreditkortum frá VISA, MasterCard og AmericanExpress. Að morgni hvers virks dags eru greiðslur með VISA og MasterCard kortum gjaldfærðar í gegnum greiðslugáttir Valitor en AmericanExpress greiðslur fara í gegnum gátt hjá Borgun.

 

Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli sem verður þá sendur í heimabanka til greiðslu.

Kaup á gjafabréfum fara í gegnum greiðslusíðu Borgunar en verða færð til Valitor eftir því sem þróun á vefsíðu okkar vindur fram.

 

Endurgreiðsla og afhending

Gjafabréf ABC eru afhent rafrænt eða sótt á skrifstofu ABC. ABC póstsendir ekki og því er aldrei um sendingarkostnað að ræða. Vörur til styrktar eru sóttar á skrifstofu ABC. Hægt er að skila vörum sem keyptar er til styrktar ef þeim er skilað innan viku frá kaupdegi í óskemmdu ástandi. Ekki er veitt endurgreiðsla fyrir veitt framlög eða stuðning annan en vörur til styrktar.

 

Mitt svæði hjá ABC

Allir stuðningsaðilar ABC hafa aðgang að sínu svæði hjá ABC þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir allan veittan stuðning, að frátöldum gjafabréfum. Einnig eru þar helstu upplýsingar um börn sem eru studd.

 

Við nýskráningu fá stuðningsaðilar tölvupóst með upplýsingum til að skrá sig inn á sitt svæði hjá ABC.

Í gegnum Mitt svæði hjá ABC veitir ABC stuðningsaðilum reglulega fréttir af þeim börnum og verkefnum sem þeir styðja. T.d. senda börnin gjarnan jólakort til stuðningsaðila og eins kveðju þegar einkunnaspjöld eru send til stuðningsaðila. Yfirleitt eru teknar myndir af börnum einu sinni á ári sem einnig eru aðgengilegar á Mitt svæði hjá ABC.

 

Breytingar á stuðningi

Stuðningsaðilar geta hvenær sem er óskað eftir því að hætta mánaðarlegum stuðningi með því að hringja í síma 414 0990 eða senda tölvupóst á abc@abc.is

 

Trúnaður og öryggi

ABC barnahjálp heitir fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem stuðningsaðilar gefa upp í samskiptum við ABC barnahjálp. Við afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Vefkerfi ABC keyrir yfir dulkóðaða tengingu sem tryggir að enginn geti hlerað þau gögn sem fara á milli notenda og vefkerfis ABC.

 

Ákvæði skilmálana ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.  


Skilmálar þessir gilda frá 8.október 2015.