Mitt ABC

Mitt ABC er upplýsingarvefur ABC Barnahjálpar þar sem stuðningsaðilar geta skoðað ítarlegar upplýsingar um þau börn sem þeir styðja eða hafa stutt í gegnum tíðina.  Þar er m.a. að finna myndir af börnum og önnur tengd skjöl.

Á Mitt ABC er einnig að finna upplýsingar um stuðningsaðila og hægt að breyta upplýsingum um heimilisfang, símanúmer og að auki senda skilaboð og fyrirspurnir til starfsmanna ABC Barnahjálpar.

Leiðbeiningar um notkun á Mitt ABC

Til að komast inn í kerfið er farið á slóðina styrkur.abc.is og valið innskráning.

 

Við innskráningu þarf að slá inn netfang og lykilorð:

Að innskráningu lokinni birtist eftirfarandi skjámynd.  

 

Með því að smella á nafn stuðningsbarns, sérðu nánari upplýsingar um skráningu stuðnigs við barnið.

Með því að smella á nafn barnsins sérðu svo nánari upplýsingar um barnið svo sem skólagöngu. Með því að opna „skjöl“ getur þú skoðað skýrslu barnsins. Þar er að finna nánari upplýsingar um aðstæður barnsins. Þdar finnur þú einnig myndir sem borist hafa af barninu þínu.

Með því að smella á “stuðningsaðili“ hér til vinstri getur þú breytt þínum upplýsingum eins og heimilisfangi og símanúmeri.  Ef þú þarft að breyta netfangi þarftu að hafa samband við starfsmann ABC barnahjálpar.  Persónuleg bréf og þakkarkort frá barninu þínu getur þú skoðað undir „skjöl“ (attachements).  Þú getur sent okkur fyrirspurnir og skilaboð í gegnum kerfið með því að smella á  „senda skilaboð“.